Leiðbeiningar og reglur

Ör­ugg korta­­við­skipti

Það er ávinningur bæði fyrir söluaðila og viðskiptavini að bjóða upp á örugg kortaviðskipti. Til að stuðla að öruggari kortaviðskiptum þarf söluaðili að vera með sterka auðkenningu (3D Secure).

Hvað er sterk auðkenning?

Reglur Evrópusambandsins varðandi greiðsluþjónustu gera kröfu um að söluaðilar þurfa að vera með sterka auðkenningu í netverslun þegar viðskiptavinir þeirra staðfesta greiðslur í gegnum heimasíðu þeirra, sem og við innskráningu í appi eða netbanka. 3D Secure er öryggisbúnaður sem notaður er til þess að sannvotta færslur og lágmarka sviksamlegar kortafærslur á netinu. Sterk auðkenning með 3D Secure eykur til dæmis öryggi þegar greiðslur eru staðfestar gegnum netið þar sem kort eru ekki á staðnum, eða þegar um snertilausa færslu gegnum snjallsíma eða posa er að ræða. Þetta tryggir það að þú sért í raun sá sami og skráður notandi.

Viðkomandi þarf að sýna fram á það með því að velja tvær af þremur eftirfarandi aðferðum:
  • Lífkenni (fingrafar eða andlitsskanni á síma)
  • Lykilorð eða PIN
  • Rafræn skilríki í síma, á korti eða með öryggislykli

Þessir 3 möguleikar hér að ofan geta komið í veg fyrir falskar innskráningar eða falskar greiðslur á netinu. Netglæpir hafa færst í vöxt samfara aukningu á vinsældum netviðskipta, og er sterk auðkenning öflugt vopn gegn þeim.


Til að tryggja öryggi hjá okkar söluaðilum krefst Straumur þess að söluaðilar notist við sterka auðkenningu á eftirfarandi þjónustum:
  • Netverslun
  • Greiðslur í gegnum netið

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16