Fréttir /

Straumur hlýtur alþjóðlega viðurkenningu

16.09.2025

Straumur hefur verið útnefndur Best Payment Processing Platform 2025 – Iceland í fjártækniverðlaunum Wealth & Finance International FinTech Awards.

Wealth & Finance International FinTech Awards hafa frá árinu 2017 valið fyrirtæki sem skara fram úr í nýsköpun og gæðum á sviði fjártækni. Straumur er fyrsta íslenska fjártæknifyrirtækið sem hlýtur þessi verðlaun.

Þessi viðurkenning sýnir að metnaður okkar um að bjóða upp á öruggar, skilvirkar og notendavænar greiðslulausnir er að skila sér. Við erum stolt af teyminu okkar og viðskiptavinum sem gera þetta mögulegt,“ segir Lilja Ólafsdóttir framkvæmdastjóri hjá Straumi.

Við erum í skýjunum yfir viðurkenningunni og er hún hvatning til að vera áfram leiðandi í þróun greiðslulausna fyrir íslensk fyrirtæki.

Lesa má fréttatilkynningu frá Wealth & Finance International hér.

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16